Allt sem við setjum í klósettið, vaskinn, sturtuna, þvottavélar og uppþvottavélar gufar ekki upp heldur smýgur í vatnið okkar, dýrmætustu auðlindina, moldina og jörðina þar sem maturinn okkar vex, skolast út í sjóinn.

Þar að auki geta sápuagnir hæglega setið eftir í fötunum og valdið húðexemi og/eða kláða hjá viðkvæmum, ef þær eru ekki mann- og umhverfisvænar.

Þess vegna er ráð að vanda sig er kemur að hreinsiefnum.

Sonett er þýskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur framleitt náttúrulegar lífrænt vottaðar hreinsivörur í yfir 40 ár sem unnar eru úr lífrænum og demeter vottuðum jurtahráefnum.

Allar vörurnar brotna 100% niður í náttúrunni og markmið Sonett er að vernda náttúrulegar vatnsauðlindir sem eru undirstaða alls lífs.

Við framleiðsluna eru aldrei notuð rotvarnarefni, ilmefni eða litarefni sem eru kemísk. Vörurnar eru einnig lausar við ensím og yfirborðsvirk efni og bleikiefnin eru án klórs.

Sumar Sonett vörur innihalda ilm og þá er eingöngu notaðar lífrænar og biodynamískar ilmkjarnaolíur til að fá milda og góða lykt.

Sonett er með vegan vottun og prófar ekkert á dýrum.

Sonett er með allar bestu mögulegu vottanir

Umhverfisvæn lífræn mannvæn og mild þvottaefni fara mikið betur með fötin en hefðbundin þvottaefni – fötin halda lengur lit og líta betur út lengur. Verða síður snjáð.

Mælt er með Sonett fyrir þau börn og fullorðna sem þjást af húðexemi (sem og hampfræjum)

Ég byrjaði að nota Sonett fyrir um 15 árum. Byrjaði að kaupa þær í gömlu Yggdrasil búðinni, sælla minninga.

Ég nota grænu blettasápuna frá Sonett til að ná blettum úr fötum áður en ég þvæ þau og þá er hægt að nota minna þvottefni er fötin eru þvegin. Og það fer betur með fötin. Þá set ég grænu sápuna í blettinn, bleyti ögn með mjög heitu vatni og byrja svo að nudda blettinn úr, skola á milli með heitu og held áfram þar til bletturinn er farinn.

Sonett blettasápa

Ég sný öllum fötum við (þvæ þau á röngunni) og renni upp rennilásum svo þeir dragi ekki til í öðrum fötum. Ég reyni að þvo öll föt á 40°C en stundum má ekki nota meiri hita en 30°C.
Ég þvæ nærbuxur og sokka saman (ljóst annars vegar og dökkt hinsvegar) á 60°C og lengi. Yfirleitt stilli ég á forþvott líka. Ég nota duftið þegar ég þvæ nærbuxur og sokka og set ilmkjarnaolíur út í duftið í sápuhólfinu til að fá góða lykt. Ilmkjarnaolíur eins og sítróna og piparmynta eru bakteríu-, vírus- og sveppadrepandi.

NOW ilmkjarna piparmyntu olía

NOW ilmkjarna sítrónu olía

Ég sýð svo aftur á móti allar tuskur og öll handklæði og mæli með því að sjóða reglulega í þvottavélinni til að drepa alla sveppi og óværu sem þar gæti leynst.

Ég nota Sonett duftið (í gula pakkanum) í 60-90°C þvott (og ilmkjarnaolíur) en fljótandi lavender þvottaefnið á föt sem ég þvæ á 30-40°C. Ég nota svo ólífusápuna fyrir ull og silki á allan fínan þvott og viðkvæman (sem og ull og silki auðvitað).

Sonett þvottaduft

Sonett lavender þvottaefni

Bleikiefnið í bleiku dollunni er frábært til að hressa upp á hvítan þvott, hvít lök, kodda og annað sem er komið með gráa/gula slikju á sig. Þá set ég væna mæliskeið í það hólf sem maður notar er maður leggur í bleyti (ég get lagt í bleyti í þvottavélinni minni). Svo set ég um 50g í aðal þvottavélahólfið. Og allt verður skínandi hvítt og fallegt á ný. Teygjulök set ég á 60°C útaf teygjunni, svo hún fari ekki (sem myndi frekar gerast ef ég syði þau).

Sonett bleikiefni

Bleikiefnið fjarlægir ennfremur rauðvínsbletti, te- og kaffibletti, grasbletti o.fl. og æskilegt að nota 50°C eða meiri hita svo það virki vel.

Mér var sagt fyrir löngu að hefðbundin mýkingarefni geti ýtt undir sveppagróður í þvottavélinni. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Sonett vörurnar fást í Hagkaup – Blómaval/Húsasmiðjunni – Melabúðinni – Fjarðarkaup

Ebba Guðný Guðmundsdóttir
https://www.instagram.com/pureebba/
https://www.facebook.com/eldadmedebbu