Berglind Guðmundsdóttir heldur úti heimasíðunni gulurraudurgraennogsalt.is en þar hefur hún hannað uppskriftir og gefið landsmönnum innblástur í eldhúsinu um árabil. Berglind er einlægur aðdáandi Sonett línunnar.

Ertu með einhverja sérstaka hreingerningar rútínu?

Ég veit ekki hvort þetta sé einhver rútína þannig séð en ég gríp í Sonnet sótthreinsispreyið á hverjum degi. Ég bara get ekki lýst ást minni nægilega á þessari vöru. Ég nota það til að strjúka yfir snertifleti, hurðarhúnar, borðplötu, ég sprauta því á íþróttaskó og svo elska ég að skipta á rúminu og spreyja því yfir rúmfötin því það gefur svo góða lavender lykt sem hefur róandi áhrif og stuðlar að bættum svefn gæðum.

Hvaða heimilisstörfum sinnir þú daglega og hvaða vörur notar þú í þau störf?

Að mínu mati allt of mörgum. Ég verð að viðurkenna að þetta er ekki mín sterkasta hlið og miða við það finnst mér allt of mikill tími fara í húsverkin. En ég á stóra fjölskyldu svo það er nú eðlilega skýringin á því máli. Ég læt í uppþvottavél og þvottavél á hverjum degi. Ég nota lavender fljótandi þvottaefnið á nær allan þvott en ólífu og silkisápuna á viðkvæmari þvott. Ég nota svo grænu fljótandi gall sápuna til að fjarlægja bletti úr fötunum.

Leiðinlegasta húsverkið?

Þau eru ansi mörg en ætli það að ganga frá þvotti slái ekki öll met.

Þrífurðu extra vel fyrir hátíðar?

Já ég fer stundum í skápa og skúffur og raða og geng frá en svo kaupi ég yfirleitt þrif fyrir jólin. Það bjargar oft geðheilsunni. En þarna met ég bara stöðuna hverju sinni og hverja hátíð fyrir sig. Ef það er mikið álag á mér þá læt ég öll aukaþrif eiga sig. 

Hvað er það við Sonett vörulínuna sem heillaði þig?

Það hversu vel þær henta viðkvæmri húð en ég er gjörn á að fá exem og svo að sjálfsögðu þessi ómótstæðilega lykt. 

Uppáhalds Sonett varan þín?

Sótthreinsispreyið án efa. Nota það í allt.

Besta hreingerningarráð sem þú hefur fengið?

Mitt besta leynitrix er að dimma ljósin og spreyja sótthreinsisprey-inu um alla íbúð. Þá er tilfinningin sú sama og þegar allt er tandurhreint. Þið heyrðuð þetta fyrst hér.

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir