Sonett er þýskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur framleitt náttúrulegar lífrænt vottaðar hreinsivörur í yfir 40 ár sem unnar eru úr lífrænum og demeter vottuðum jurtahráefnum. Allar vörurnar brotna 100% niður í náttúrunni og markmið Sonett er að vernda náttúrulegar vatnsauðlindir sem eru undirstaða alls lífs. Sumar Sonett vörur innihalda ilm og þá eru eingöngu notaðar lífrænar og biodynamískar ilmkjarnaolíur til að fá milda og góða lykt. Sonett er þar að auki með vegan vottun og prófar ekkert á dýrum. Sonett er í stuttu máli með allar bestu mögulegu vottanir.

Ég hef alltaf verið mjög eigingjörn á þvottinn minn, treysti fáum fyrir honum. Sem hljómar furðurlega því öll verðum við reglulega uppgefin á endalausum þvotti og þar er ég engin undantekning. Það sem ég á við er að mér er ekki sama hvaða efni eru notuð þegar fötin mín og okkar á heimilinu eru þvegin og er líka mjög smámunasöm þegar kemur að hitastillingum og öðru. Ég er pínu þvotta fasisti.

Hér hef ég tekið saman nokkur ráð fyrir þá sem hafa áhuga á þvotti og þrifum. Eða neyðast, eins og ég, til að þvo þvott og þrífa einstaka sinnum.

Fyrst langar mig að minna alla mjög vinsamlega á að allt sem við setjum í klósettið, vaskinn, sturtuna, þvottavélar og uppþvottavélar gufar ekki upp heldur smýgur í vatnið okkar, dýrmætustu auðlindina, moldina og jörðina þar sem maturinn okkar vex og skolast út í sjóinn.

Þar að auki geta sápuagnir hæglega setið eftir í fötunum manns og valdið húðexemi og/eða kláða hjá viðkvæmum, ef þær eru ekki mann- og umhverfisvænar.

Þess vegna er ráð að vanda sig er kemur að hreinsiefnum, svo afkomendur okkar geti líka notið þess að drekka hreint vatn og borða hreinan mat.

Ég byrjaði að nota Sonett hreinsivörur fyrir um 16 árum. Byrjaði að kaupa þær í gömlu Yggdrasil búðinni, sælla minninga.

Ég nota grænu blettasápuna frá Sonett til að ná blettum úr fötum áður en ég þvæ þau og þá er hægt að nota minna þvottefni er fötin eru þvegin og það fer betur með fötin. Þá set ég grænu sápuna í blettinn, bleyti ögn með mjög heitu vatni og byrja svo að nudda blettinn úr, skola á milli með heitu og held áfram þar til bletturinn er farinn.

Ég sný öllum fötum við (þvæ þau á röngunni) og renni upp rennilásum svo þeir dragi ekki til í öðrum fötum. Ég reyni að þvo öll föt á 40°C en stundum má ekki nota meiri hita en 30°C. Ég nota lavender fljótandi þvottaefnið á flest föt. En ólífusápuna fyrir ull og silki á allan fínan þvott og viðkvæman sem og ull og silki auðvitað.

Umhverfisvæn lífræn mannvæn og mild þvottaefni fara mikið betur með fötin en hefðbundin þvottaefni – fötin halda lengur lit og líta betur út lengur, verða síður snjáð. Þannig vernda Sonett hreinsivörur fatnaðinn okkar betur.

Fyrir börn og fullorðna með exem og/eða viðkvæma húð eru Sonett þvottaefnin tilvalin. Sem og fyrir alla hina.

Ég þvæ nærbuxur og sokka saman (ljóst annars vegar og dökkt hinsvegar) á 60°C og lengi. Yfirleitt stilli ég á forþvott líka. Ég nota þvottaefnið í gula pakkanum þegar ég þvæ nærbuxur og sokka og set ilmkjarnaolíur saman við þvottaefnið í sápuhólfið til að fá góða lykt. Ilmkjarnaolíur eins og sítróna og piparmynta eru bakteríu-, vírus- og sveppadrepandi.

Ég sýð svo aftur á móti allar tuskur og öll handklæði og mæli með því að sjóða reglulega í þvottavélinni til að drepa alla sveppi og óværu sem þar gæti leynst. Þegar ég sýð þá nota ég líka þvottaefnið í gula pakkanum og alltaf set ég ilmkjarnaolíur, nokkra dropa út í þvottaefnið í sápuhólfinu áður en ég set vélina af stað.

Bleikiefnið í bleiku dollunni er frábært til að hressa upp á hvítan þvott, hvít lök, kodda og annað sem er komið með gráa/gula slikju á sig. Þá set ég væna mæliskeið í það hólf sem maður notar er maður leggur í bleyti (ég get lagt í bleyti í þvottavélinni minni). Svo set ég um 50g í aðal þvottavélahólfið ogg allt verður skínandi hvítt og fallegt á ný.

Teygjulök set ég á 60°C útaf teygjunni, svo hún fari ekki (sem myndi frekar gerast ef ég syði þau).

Bleikiefnið fjarlægir ennfremur rauðvínsbletti, te- og kaffibletti, grasbletti o.fl. og æskilegt að nota 50°C eða meiri hita svo það virki vel.

Mér var sagt fyrir löngu að hefðbundin mýkingarefni geti ýtt undir sveppagróður í þvottavélinni. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það en ég kaupi þau aldrei. Til er mýkingarefni frá Sonett ef manni finnst maður þurfa mýkingarefni á suman þvott.

Í Sonett línunni eru allar þær hreinlætisvörur sem maður þarf fyrir heimilið.

Alþrif sprey – Sonett hreinsivörur

alþrif - sonett hreinsivörur

Annað sem er í uppáhaldi hjá mér er svokallað alþrif sprey (multi- surface and glass cleaner) sem er með fjólubláum miða. Það hreinsar hratt og vel alla spegla, glugga og allt annað sem maður vill sjæna aðeins til og skilur ekki eftir sig neinar rákir eða eiturefni í loftinu. Eingöngu lífrænar ilmkjarnaolíur sem gefa dásamlegan og náttúrlegan ilm inn á heimilið. Í þessu spreyi er blanda af lavender og lemongrass sem eru tvær af mínum uppáhalds ilmkjarnaolíum. Þess má geta að ilmkjarnaolíur eru náttúrulega sveppa-, bakteríu- og vírusdrepandi. Sonett notar eingöngu lífrænar og biodynamískar ilmkjarnaolíur til að fá góðan ilm. Ég nota sjálf ilmkjarnaolíur sem ilmvötn því ég þoli enga kemíska lykt.

*Börn eru oft að sleikja spegla og glugga og þá er öruggast að vera með eiturefnalaus efni.

Sótthreinsi sprey – Sonett hreinsivörur

sótthreinsisprey - sonett hreinsivörur

Sótthreinsispreyið eða surface disinfectant (grænn miði) er upplagt að spreyja á rök svæði, eins og í glugga, inni á baðherbergi, eldhúsinu, yfir rúmdýnur o.fl. Skilur eftir sig mjög ferska og góða lykt. Ilmkjarnaolíurnar notaðar í þetta sprey eru lavender og salvía.

Samsetning alkóhóls og ilmkjarnaolía í sótthreinsispreyinu eyðir á áhrifaríkan hátt öllum sveppa- og bakteríugróðri, salmonellu, E-coli o.fl. á einungis 2 mínútum.

Handsápur sem næra

handsápa - sonett hreinsivörur

Mildar og nærandi handsápur sem þurrka ekki hendurnar eru til frá Sonett. Sápurnar fást með rósa-, sítrónu- og lavenderilmi. Gott fyrir viðkvæmar og þurrar hendur og allar hinar hendurnar líka. Munið þó að það þarf ekki að þvo mikið handarbökin sem eru oft viðkvæm sérstaklega þegar veturinn gengur í garð. Aðal óhreinindin eru á fingrunum. Og kennið öllum á heimilinu að nota bara lítið af sápu. Maður þarf bara smá, heitt vatn tekur mest af óhreinindunum.