Núna þegar dagarnir eru orðnir lengri og sólarstundirnar fleiri er tilvalið að taka smá vorhreingerningu í svefnherberginu. Við mælum með að nota Sonett hreingernigavörurnar í verkið en Sonett eru 100% lífrænar og umhverfisvænar vörur sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni. Vörurnar eru mildar fyrir húð og innihalda ilmkjarnaolíur sem fá heimilið til að glansa og ilma dásamlega.

Við framleiðsluna á Sonett eru hvorki notuð rotvarnarefni, ilmefni né kemísk litarefni. Vörurnar innihalda heldur ekki ensím og yfirborðsvirk efni og bleikiefnin eru án klórs.

Sonett vörulínan er breið og í henni er hægt að finna allt sem þarf fyrir heimilisþrifin.

Vorhreingerning í svefnherberginu með Sonett

Rúmið: Fyrst af öllu tökum af rúminu og setjum í þvott, Það er fátt eins notalegt og að hoppa upp í rúm með nýþvegnum rúmfötum. Uppáhalds þvottaefnið okkar fyrir rúmföt er fljótandi lavender þvottalögurinn þessi fjólublái. Til að drepa rykmaura mælum við með að þvo rúmfötin á 60° eða setja þau í a.m.k. hálftíma í þurrkarann.

Fyrir ullar rúmteppi mælum við með að þvo þau með ólívu þvottalegi sem er sérstaklega ætlarðu fyrir ull og silki. Munið að stilla á þvottakerfi fyrir ull og viðkvæman þvott. Notið endurnærandi ullarsápuna í loka skoluninni. Leysið upp hálfa teskeið af ullarsápunni í 30-40 ml af heitu vatni og hellið vökvanum í mýkingarefnishólfið á þvottavélinni.

Fataskápar: Þetta er líklega stærsta verkefnið á listanum svo að við skulum hafa það númer tvö á listanum. Tökum fyrir eina hillu í einu, förum yfir allt sem er í skápnum, setjum í endurvinnslupoka og losum okkur við það sem við erum hætt að nota, er orðið slitið eða safnaðist óvart fyrir í skápnum og á ekki að vera þar. Brjótum allt saman sem á að vera áfram, flokkum saman eins hluti og litaröðum jafnvel ef við höfum tíma.

Endurskipulag í skápum: Tökum allt sem við ætlum að halda áfram út úr skápnum þurrkum úr öllum hillum með örtrefjaklút og alhliða yfirborðs- og glerheinsi þessum með fjólubláa miðanum. Einnig hægt að blanda alhreinsi eða appelsínu krafthreinsi út í vatn og væta tusku upp úr því. Nýtum slár sem best, best er að brjóta saman allt sem ekki þarf að hanga eins og gallabuxur, peysur, stuttermaboli ofl. Setjum aukahluti eins og klúta, skartgripi og belti saman á hillu eða í körfur. Það er sniðugt að setja snaga innan á hurðar fyrir skartgripi. Einnig er hægt að setja snaga á vegginn fyrir klúta, veski, skartgripi, hatta ofl.

Yfirborborðs- og glerhreinsirinn er ein af uppáhalds vörunum okkar í Sonett línunni

Munum að hugsa vel um fatnaðinn okkar og þvo með tilheyrandi þvottaefni hverju sinni. Við mælum með að nota fljótandi þvottaefni fyrir litaðan þvott (Laundry liquid color) þetta með gula miðanum sem hentar sérstaklega vel fyrir íþrótta- og útivistarfatnað.

Förum í gegnum allar skúffur, skipuleggjum og þrífum.

Gardínur: Þurrkum af og þvoum gardínur, pössum okkur að fara eftir leiðbeiningum. Fyrir viðkvæm efni mælum við alltaf með að nota fljótandi ólívu þvottaefni fyrir ull og silki.

Þurrkum af öllum hillum, borðum, náttborðum og gluggakistum.

Speglar: Til að fá skínandi fína spegla án ráka er best að nota hreinan örtrefjaklút vættan með volgu vatni og alhliða yfirborðs- og glerhreinsi. Sömu aðferð er hægt að nota á gluggana. Þó mælum við með því að nota alhreinsinn út í vatn á rúðurnar.

Endaðu vorhreingerninguna á því að ryksuga og skúra og þá mælum við með því að setja alhreinsinn, þennan með bleika miðanum út í volgt vatn.

Búðu um rúmið að lokum og settu blóm í vasa, við erum þess fullviss að þú munt sofa betur.

Sonett vörurnar má finna í öllum helstu verslunum um allt land.