40 ára saga Sonett
Sonett hreinlætisvörur sem vernda umhverfið
Sonett vörurnar eru vottaðar mildar sápur og hreinsiefni. Þær brotna 100% niður í náttúrunni ásamt því að vernda náttúrulegar vatnsauðlindir sem eru undirstaða lífs. Hráefnin eru unnin úr jurtum og steinefnum og innihalda engin ensími.
Sonett
Margar hreinlætisvörur innihalda sterk, kemísk innihaldsefni sem við öndum að okkur og eru oft skaðleg fyrir umhverfið. En góðar hreinlætisvörur þurfa ekki lengur að innihalda sterk kemísk innihaldsefni til þess að gefa þá virkni sem flestir sækjast eftir. Undanfarin ár hefur mjög góður árangur náðst í þróun á hreinlætisvörum úr náttúrulegum efnum sem gefa góða virkni á sama tíma og þau eru skaðlaus umhverfinu og niðurbrjótanleg í náttúrunni.
Þýska fjölskyldufyrirtækið Sonett er með þeim fremstu á þessu sviði, Sonett hefur það að leiðarljósi að vera 100% umhverfisvænt og umhyggjusamt gagnvart náttúrunni. Fyrirtækið er með allar bestu mögulegu vottanir sem hægt er að fá á hreinlætisvörur. Sonett hefur verið brautryðjandi í þvotta- og hreinsiefnum úr lífrænt ræktuðum hráefnum frá því árið 1977.
Lífræn heimilisþrif með náttúrulegum ilmi úr ilmkjarnaolíum
Sonett framleiðir náttúrulegar ECO vottaðar hreinsivörur sem unnar eru úr lífrænum og demeter vottuðum jurtahráefnum. Allar vörurnar brotna 100% niður í náttúrunni og eru með lífræn innihaldsefni, þær vernda náttúrulegar vatnsauðlindir og eru flestar vegan. Sonett inniheldur náttúrulegar ilmkjarnaolíur sem eru sjaldan ofnæmisvaldandi og eru frá vottaðri lífrænni ræktun.
Eftirfarandi atriði eiga við um Sonett vörurnar:
100%
innihaldsefna Sonett brotna niður í náttúrunni.
Breið vörulína
Í Sonett línunni finnur þú allar þær hreinlætisvörur sem að þú þarft fyrir heimilið, vinnustaðinn eða sumarbústaðinn, má þar nefna alhreinsi, sótthreinsisprey, blettasápur, handsápur, gólfsápur, glerúða, uppþvottalög, uppþvottatöflur, uppþvottaduft, baðherbergishreinsi, þvottaefni fljótandi og í duftformi og salernishreinsi.
Betri samviska
Hefur þú íhugað hverju þú ert að skola út í umhverfið með hreingerningarefnum, eða hverju þú ert að anda að þér á meðan þú þrífur? Breyttu hreingerningunni þinni í umhverfisvernd með því að velja umhverfisvænar hreinsivörur. Veldu betri kost fyrir þig, fjölskylduna og umhverfið.